• Blog
  • About me
Haukur GudjonssonHaukur Gudjonsson
Haukur GudjonssonHaukur Gudjonsson
  • Blog
  • About me

Styrkir fyrir frumkvöðla

September 10, 2010 Posted by Haukur

Ef þú ert að stofna fyrirtæki eða vinna í viðskiptahugmynd þá eru fjölmargir styrkir sem þú getur sótt um til að fá fjárhagslegan stuðning við verkefni þitt. Það eru mismunandi styrkir til fyrir mismunandi verkefni og einnig mismunandi eftir því á hvaða stigi hugmyndin þín er. Almennt séð er þó nauðsynlegt að vera kominn með viðskiptaáætlun og vel mótaða hugmynd áður en hægt er að sækja um styrki. Það er mikil vinna sem fer í það að sækja um styrki og oftar en ekki þarf að sækja um þá oftar en einu sinni áður en maður fær samþykki fyrir þeim.

Af einhverjum ástæðum þá eru fleiri styrkir fyrir þau fyrirtæki sem eru staðsett á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Þannig ef þitt fyrirtæki er staðsett fyrir utan höfuðborgarsvæðið gætir þú haft um ýmislegt að velja en þar sem mín reynsla er af rekstri á höfuðborgarsvæðinu mun ég einungis fjalla ýtarlega um þá styrki. Ég mun þó reyna að telja upp eitthvað af hinum styrkjunum einnig.

Helstu styrktaraðilar eru Rannís og Nýsköpunarmiðstöð(IMPRA) þótt svo að fullt af mismunandi styrktaraðilum eru þarna úti og oft nauðsynlegt að eyða smá tíma í að finna þá alla. Hér koma nokkrir helstu styrkirnir sem þú getur sótt um.

IMPRA styrkir

Átak til atvinnusköpunar veitir styrki til smærri viðfangsefna og vegna snjallra nýsköpunarhugmynda frumkvöðla og lítilla fyrirtækja á öllu landinu.

Starfsorka er nýtt átaksverkefni með það markmið að auðvelda fyrirtækjum að ráða fólk í atvinnuleit. Verkefnið er samstarfsverkefni Vinnumálastofnunar og Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Einungis fyrir landsbyggðina:

Framtak: Styrkupphæð allt að kr.3.000.000.
Styrkur til þróunar á þjónustu eða vöru í starfandi fyrirtækjum á landsbyggðinni.

Skrefi framar: Styrkupphæð allt að kr. 600.000.
Styrkur til að kaupa á ráðgjöf til nýsköpunar og umbóta í rekstri fyrir fyrirtæki á landsbyggðinni.

Frumkvöðlastuðningur: Styrkupphæð allt að kr. 600.000.
Veitir frumkvöðlum og litlum fyrirtækjum á landsbyggðinni styrki til að þróa viðskiptahugmyndir.

Klasar: Styrkupphæð allt að kr.3.000.000. Veittir eru styrkir til undirbúnings að klasasamstarfi og til einstakra verkefna innan klasa á landsbyggðinni.

Krásir: Styrkupphæð allt að kr. 750.000. Verkefnið er fræðslu- og þróunarverkefni í svæðisbundinni matargerð fyrir fyrirtæki og einstaklinga á landsbyggðinni.

Vaxtarsprotar eru samstarfsverkefni Impru og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins sem hefur það að markmiði að hvetja til fjölbreyttrar atvinnusköpunar í sveitum.

Norðursprotar: Veittir eru styrkir til gerðar viðskiptaáætlunar, eða til frekari þróunar viðskiptaáætlunar, fyrir nýsköpun á Norðausturlandi. Verkefnið er hægt að vinna í samstarfi við starfandi fyrirtæki á svæðinu. Styrkupphæð er allt að 400.000.

Rannís styrkir

Helsti sjóður Rannís er Tækniþróunarsjóðurinn en hann skiptist niður í þrjá hluta, frumherja-, verkafna- og brúarstyrkir. Styrkirnir geta verið allt að 30 milljónir og skiptist hámarksupphæðin eftir hvaða styrk er sótt um. Þeir sem hljóta styrkin fá hann þó ekki allan greiddan út samstundis heldur skiptist hann niður á nokkura ára tímabil og þarf að skila inn áfangaskýrslum til Rannís til að sýna fram á framgang með verkefnið. Skilafrestir fyrir Tækniþróunarsjóð eru tvisvar á ári og nauðsynlegt að byrja vinna í honum snemma þar sem þetta er veigamikil umsókn sem tekur mikinn tíma.

Aðrir sjóðir hjá Rannís:

  • Rannsóknasjóður
  • Tækjasjóður
  • Rannsóknarnámssjóður
  • Launasjóður fræðiritahöfunda
  • Nýsköpunarsjóður námsmanna (Bara fyrir sumarið 14.apríl)
  • Rannsóknastyrkir Bjarna Benediktssonar
  • Markáætlun erfðir og örtækni
  • Markáætlun um öndvegissetur og klasa
  • Aðrir sjóðir
  • Skattívilnun
Share
0

About Haukur

Haukur is a serial entrepreneur with over 15 years experience in founding and scaling up businesses. He actively participates in volunteer work both through teaching and mentoring young entrepreneurs as well as volunteering for the Icelandic Search and Rescue Team.

Contact Us

Send us an email and we'll get back to you, asap.

Send Message

© 2025 Highend

  • Privacy
  • Terms
  •  
  •  
  •