• Blog
  • About me
Haukur GudjonssonHaukur Gudjonsson
Haukur GudjonssonHaukur Gudjonsson
  • Blog
  • About me

Stofnpappírar

June 6, 2010 Posted by Haukur

Ef þið hafið ekki lesið fyrri grein mína um stofnun ehf. þá mæli ég með því að þið rennið yfir hana áður en þið haldið áfram.

Hvaða pappíra þarf?

Þið þurfið 4 skjöl til að geta stofnað einkahlutafélag og eru þau eftirfarandi:

  • Samþykktir (sýnishorn frá RSK)
  • Stofnsamningur (sýnishorn frá RSK)
  • Stofnfundargerð (sýnishorn frá RSK)
  • Tilkynning um stofnun einkahlutafélags (eyðublað RSK 17.21)

Einnig verðið þið að vera með lágmark kr.500.000- í peningum tilbúið til að láta inn í fyrirtækið. Sú upphæð er lögð inn á reikning fyrirtækisins eftir að þið hafið fengið fyrirtækja kennitölu og stofnað reikning.

Hvað þýðir þetta?

Ef við reynum svo aðeins að útskýra hvað allir þessir pappírar tákna.

Samþykktir: Staðlað skjal sem fjallar um hvernig einkahlutafélagið skuli vera rekið, þar skal bæta inn í skjalið upplýsingum um hver tilgangur fyrirtækisins er, hversu mikið hlutafé sé sett í það, nafn fyrirtækisins og sitthvað fleira.

Stofnsamningur: Þetta er nokkurskonar samningur fyrir stofnendur um hvað fyrirtækið á að gera, hverjir eru skráðir fyrir því, hversu mikið fé hver þeirra mun leggja í fyrirtækið og hversu stóran hluta þeir fá fyrir það. Taka þarf fram nafn, kennitölur og heimilisföng allra stofnenda.

Stofnfundargerð: Þetta er undirrituð fundargerð frá því að stofnfundur fór fram þ.e.a.s. fundur þar sem allir stofnendur komu saman og samþykktu að stofna fyrirtæki.Nauðsynlegt er að telja allt upp sem átti sér stað á fundinum og svo þurfa allir að kvitta undir.

Tilkynning: Umsóknareyðublað til RSK um stofnun fyrirtækisins, þarf að fylla út eyðublaðið, allir  stjórnarmenn að skrifa undir og fá tvo votta eða endurskoðenda til að votta þetta.

Hvað svo?

Þegar þið hafið lokið við að fylla út alla ofangreinda pappíra þurfið þið prenta þá út í þremur eintökum og kvitta undir þá.

1.eintak: fer til Fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra, staðsett við Laugarveg 166.
2.eintak: fer til skattstjóra viðkomandi svæðis.
3.eintak: stofnendur sjálfir halda um þetta eintak.

Það er nokkuð breytilegt hversu langur tími líður eftir að þið skilið inn og þangað til þið fáið fyrirtækjakennitöluna, mín reynsla er þó almennt sú að þetta eru 3-10 virkir dagar.

Hluthafasamkomulag

Þótt það sé ekki nauðsynlegur hlutur til að stofna fyrirtæki þá mæli ég eindregið með því að slíkt samkomulag sé gert á milli stofnenda fyrirtækis ef þeir eru margir. Þetta getur verið góð leið til að skrá útlínur samstarfsins og kemur í veg fyrir óþarfa vandræði í framtíðinni. Athugið að slíkur samningur er einungis hugsaður fyrir stofnendurnar og þarf hvergi að skila honum inn, einungis að skrifa undir hann og hver eigendanna tekur eitt eintak.

Frekari upplýsingar..

Fyrir frekari upplýsingar um hvaða pappíra þarf og hvernig þeir líta út viljum við benda ykkur á að kíkja vefsíðu ríkisskattstjóra þar sem talið er upp allt það sem til þarf til að stofna ehf.  http://rsk.is/fyrirtaekjaskra/felog/ehfeinn/ehfmargir. Einnig er mikið af upplýsingum á vefsíðu IMPRU http://www.nmi.is/impra/utgafa/stofnun-fyrirtaekja–/fyrirtaekid/.

Share
0

About Haukur

Haukur is a serial entrepreneur with over 15 years experience in founding and scaling up businesses. He actively participates in volunteer work both through teaching and mentoring young entrepreneurs as well as volunteering for the Icelandic Search and Rescue Team.

Contact Us

Send us an email and we'll get back to you, asap.

Send Message

© 2025 Highend

  • Privacy
  • Terms
  •  
  •  
  •