Sumarið 2009 tóku sig saman nokkrir háskólanemar til að fara af stað með námskeið í stofnun fyrirtækja. Hugmyndin var sú að reyna hjálpa þeim sem hefðu misst vinnu sína eða byggju yfir mikilli óvissu vegna ójafnvægis í efnahagskerfinu. Hugmyndin byggðist á því að bjóða upp á þriggja mánaða námskeið þar sem þátttakendur færu í gegnum allan ferillinn við það að stofna fyrirtæki, allt frá því að koma með hugmynd og þangað til að hugmyndin væri orðin að raunverulegum rekstri sem skilaði tekjum. Kennslufyrirkomulag var þannig að gestir úr atvinnulífinu, frumkvöðlar og kennarar koma í heimsókn í tímana og ræddu um hin ýmsu viðfangsefni. Einnig var mikið lagt upp úr hópavinnu, hópefli og sjálfsstyrkingu.
© 2025 Highend