Þá er komið að því, Startup Iceland ráðstefnan er að skella á og miðasölunni lýkur á miðnætti í nótt.
Nú þegar hafa verið frábær viðbrögð við ráðstefnunni og gaman að sjá hversu mikill áhuga er hjá íslendingum á frumkvöðlastarfi. Ég er á því að þessi ráðstefna sé mjög mikilvægur viðburður fyrir alla sem starfa í eða hafa áhuga á að starfa í sprotaumhverfinu. Í þessari grein ætla ég aðeins að telja upp nokkra hluti varðandi ráðstefnuna til að tryggja það að þú látir verða af því að kíkja á þennan skemmtilega viðburð.
Afhverju ættir þú að fara?
Eitt mikilvægasta verkefni allra þeirra sem vilja ná árangri, óháð því á hvaða sviði þið starfið, er að byggja upp gott tengslanet. Það að þekkja rétta fólkið og vita hvar þið getið komist í sambönd við rétta fólkið getur flýtt fyrir öllum verkefnum og tryggt velgengni þeirra. Þessi viðburður er tilvalin vettvangur til að byggja upp gott tengslanet, þarna er samansafn af öflugum frumkvöðlum, viðskiptafólki, fjárfestum og fólki með þá reynslu sem þig skortir. Þarna er líka möguleiki að búa til tengslanet út fyrir strendur landsins þar sem mikið er af erlendum aðilum á svæðinu.
Einnig er mikilvægt að læra af þeim sem hafa gert það sem þig langar til að gera. Eiga fyrirmyndir og læra af reynslu þeirra. Yfirleitt er það bara eitthvað sem við getum gert í gegnum bækur og greinar á netinu, en nú eru þessir aðilar að koma til landsins til að halda fyrirlestra á Startup Iceland ráðstefnunni. Þannig getið þið nú fengið tækifæri til að heyra þetta fólk tala um reynslu sína í eigin persónu. Ekki láta þetta tækifæri til að læra af þeim sem kunna fram hjá ykkur fara.
Þið getið keypt miða á viðburðin með því að smella hér!
Dagskráin
Viðburðurinn skiptist í raun niður í þrjá mismunandi viðburði, hackathon, UnConference og Fyrirlestra.
Hackathonið fer fram um helgina (1.-2.júní) og er prýðis skemmtilegur viðburður fyrir þá sem eru tæknivæddastir í hópnum þ.e.a.s. forritarar. Þetta er í raun bara mót á milli forritara og er hugsað sem upphitunarviðburður fyrir ráðstefnuna og fínt fyrir þá að mæta sem hafa áhuga. Ég skrifaði grein um Hackathonið í fyrra sem þið getið séð hér: Hvað nákvæmlega er Hackathon?
UnConference fer fram á mánudaginn (3. júní) frá 8:30 til 13:30 og er samskiptavettvangur, en ég fór fyrst á svona viðburð í fyrra sem var haldin í Háskóla Íslands og ég tók á þeim tíma saman smá grein um þann viðburð sem má sjá hér: Iceland Innovation UnConference 2012. Þetta er rosalega skemmtilegur viðburður þar sem þátttakendurnir sjálfir taka þátt í að stýra hvernig hann þróast. Þetta verður því mjög góður vettvangur til að taka þátt í uppbyggilegum umræðum um allt það sem er að gerast tengt sprotum með bæði íslenskum og erlendum aðilum úr viðskiptalífinu.
Fyrirlestrarnir fara svo fram á þriðjudeginum (4.júní) frá 9:00 til 16:00. Þetta er hápunktur ráðstefnunnar og á sviðið munu stíga heimfrægir aðilar sem munu deila með ykkur reynslu sinni. Lista yfir alla fyrirlesara má nálgast hjá Startup Iceland vefsíðunni en þetta eru stórir aðilar í alþjóðlega „Startup“ umhverfinu. Hérna er svo ýtarlegri dagskrá fyrir þriðjudaginn.
9:00 – 9:10 Opening comments from Bala Kamallakharan
9:10 – 9:20 Welcome from Mr Luis E. Arreaga, US Ambassador of Iceland
9:20 – 9:30 Nassim Nicholas Taleb “Antifragility”
9:30 – 10:00 Panel Discussion with Ryan McIntyre and Jason Mendelson of The Foundry Group, moderated by Bala Kamallakharan
10:00 – 10:20 Brad Burnham, Union Square Ventures “Policies That Promote Freedom of Innovation in Startup Communities”
10:20 – 10:40 Helga Waage, Mobilitus ”…How Scandinavian of Me”
10:40 – 11:00 Dr. Ted Zoller “Dealmakers and Startup Communities”
11:00 – 11:20 Coffee Break
11:20 – 11:40 Dr.Thor Sigfusson, Sjávarklasinn
11:40 – 12:00 John Biggs, TechCrunch “The Future”
12:00 – 12:20 Noah Ross of LaunchPad Advertising and Melanie Weinberger, CEO, Fit Steady “The Importance of Brand Identity”
12:20 – 13:30 Lunch
13:30 – 13:50 Angela Jackson, Portland Seed Fund “Weeds not Orchids: Creating unfair advantage in the startup ecosystem”
13:50 – 14:10 John Sehcrest “Seattle Angel Conference: A Case Study in Building Local Startup Ecosystems”
14:10 – 14:20 Kristjan Kristjansson and Einar Gudmundsson, “Startup Reykjavik Announces 2013 Startup Finalists LIVE”
14:20 – 14:50 Panel Discussion: Startup Entrepreneurs “Stories and Lessons Learned on the Path to Success” with Vala Halldorsdottir and Sesselja Vilhjalmsdottir, The Startup Kids; Thorsteinn Fridriksson, Plain Vanilla; Kjartan Olafsson, Volta Labs
14:50 – 15:10 Gunnar Holmsteinn, Director of Product Management, Jive Software “The CLARA Journey”
15:10 – 15:15 Bala Kamallakharan
Þið getið keypt miða á viðburðin með því að smella hér!