• Blog
  • About me
Haukur GudjonssonHaukur Gudjonsson
Haukur GudjonssonHaukur Gudjonsson
  • Blog
  • About me

Rework

June 26, 2010 Posted by Haukur

Undanfarið virðist sem allir séu að tala um bókina Rework eftir David og Jason hjá 37signals. Samkvæmt því sem maður hafði heyrt átti þetta að vera byltingarkennd bók sem fengi mann til að endurhugsa allar skoðanir sem maður hafði myndað sér varðandi fyrirtækjarekstur og frumkvöðlastarf. Mér fannst þetta vera heldur of sterkar skoðanir til þess að ég kæmist hjá því að lesa bókina, því fór ég á Amazon í síðustu viku og pantaði mér eintak.

Ég fékk bókina í hendurnar í fyrradag og ég verð að viðurkenna að hún kom skemmtilega á óvart. Hún var nokkuð frábrugðin flestum bókum sem ég hef lesið þar sem ekki var farið hefðbundnar leiðir við uppbyggingu kafla eða strúktúr á bókinni. Hún var mjög myndræðn með mynd fyrir hvern kafla og kaflarnir ekki meir en 2-3 blaðsíður og meira að segja ég með minn hæga lestrarhraða fannst ég fljúga í gegnum bókina vegna lengd kaflana. Allar pælingar í bókinni byggðu á reynslu höfundana og fengu mig til að staldra við og hugsa hvað ég gæti gert betur. Þetta er líklega ein af fáum bókum sem ég hef lesið í gegnum tíðina sem ég á eftir að lesa aftur síðar.

Þessi bók fer upp á hyllu hjá mér við hliðin á Rich Dad, Poor Dad og Think and Grow Rich, þetta er virkilega góð bók og ég get hiklaust mælt með henni til allra þeirra sem hafa áhuga á fyrirtækjarekstri.

Share
0

About Haukur

Haukur is a serial entrepreneur with over 15 years experience in founding and scaling up businesses. He actively participates in volunteer work both through teaching and mentoring young entrepreneurs as well as volunteering for the Icelandic Search and Rescue Team.

Contact Us

Send us an email and we'll get back to you, asap.

Send Message

© 2025 Highend

  • Privacy
  • Terms
  •  
  •  
  •