• Blog
  • About me
Haukur GudjonssonHaukur Gudjonsson
Haukur GudjonssonHaukur Gudjonsson
  • Blog
  • About me

Mismunandi gerðir notenda á Facebook

June 9, 2010 Posted by Haukur

Fyrir þó nokkru síðan skrifaði ég comment inn á vefsíðuna Ráðgjafinn þar sem ég var að fjalla um hinar mismunandi gerðir síðna(notenda) innan Facebook. Það sem átti í fyrstu að verða stutt innlegg byrjaði svo að vefja upp á sig og ég leyfi því bara að fylgja hér eftir. En ef þið hafið áhuga á að lesa greinina frá Ráðgjafanum í heild sinni þá getið þið fundið hana hér http://radgjof.thorarinnh.is/facebook-fyrir-einstaklinga/

Ég held að það reynist oft erfitt fyrir hinn venjulega notenda facebook að aðskilja þessar þrjár mismunandi gerðir síðna sem eru á facebook.

1. Notendasíður:
Þetta er sami aðgangur og við erum flest með og ætti einungis að vera notað fyrir einstaklinga en ekki fyrirtæki eins og nefnt er hér að ofan. Þegar þú bætir notendasíðu við facebook aðgang þinn þá telst þú vera að “vingjast” við þann aðila.

2. Grúppur:
Þetta er í raun bara sameiginlegur vettvangur til fyrir hópa af fólki til að ræða um sameiginlegt áhugamál. Þegar þú ákveður að bæta grúppu við facebook aðgang þinn þá telstu vera gerast meðlimur (e. join group) og grúppan getur þá sent á þig fjöldapóst varðandi atburði eða annað sem henni kann að þykja mikilvægt að koma á framfæri til þín.

3. Áðdáendasíður (Fan pages):
Hérna kemur að þeim hluta sem fyrirtækin eiga að nýta sér, þetta eru síður sérstaklega gerðar fyrir fyrirtæki og ákveðnar vörur. Þarna gefst notendum tækifæri á að sýna áhuga sinn á ákveðnu fyrirtæki eða vörumerki og fá þeir þá sent “status” uppfærslu um hvað er að gerast hjá þeim alveg eins og fengist frá öðrum vinum. Þetta gefur þó ekki fyrirtækinu aðgang að neinum persónulegum upplýsingum eins og nefnt er hér fyrir ofan. Þegar þú bætir við aðdáendasíðu við facebook aðgang þinn telstu vera gerast aðdáandi eða “fan”.

Ég var sjálfur í smá vandræðum í upphafi að skilja muninn á þessum mismunandi gerðum síðna á facebook og ennþá er ég ekki alveg 100% í þesu en þetta er allt að koma :)

Vonandi hjálpar þetta eitthvað.

Share
0

About Haukur

Haukur is a serial entrepreneur with over 15 years experience in founding and scaling up businesses. He actively participates in volunteer work both through teaching and mentoring young entrepreneurs as well as volunteering for the Icelandic Search and Rescue Team.

Contact Us

Send us an email and we'll get back to you, asap.

Send Message

© 2025 Highend

  • Privacy
  • Terms
  •  
  •  
  •