Ég átti afar skemmtilegar samræður um helgina við félaga minn sem var að spá í að fara stofna einkahlutafélag utan um rekstur sinn. Og ég fékk nokkrar spurningar sem ég fæ reglulega og ég ætla hér aðeins að reyna svara nokkrum þessara spurninga. Ef þið hafið einhverjar aðrar spurningar eða viljið koma með einhverjar athugasemdir á þessi svör mín þá endilega skrifið þau hér fyrir neðan
1. Er nauðsynlegt að vera með 500 þúsund krónur í hlutafé þegar maður stofnar fyrirtæki og er ekki bara hægt að skrá tæki og tölvur sem hlutafé til að koma í veg fyrir að maður þurfi að setja pening í þetta.
Okey ég fæ þessa spurning óhemju oft og var sjálfur sekur um að spyrja hennar þegar ég stofnaði fyrstu fyrirtækin mín. Staðreyndin er sú að það að vera með einkahlutafélag þótt svo það sé lítill sem enginn rekstur á því kostar pening. Ef þið eruð með vsk-skilda starfsemi þurfið þið að skila inn vsk-skilum annan hvern mánuð og ef þið treystið ykkur ekki í það sjálf þá þarf að greiða einhverjum til að sjá um það, sama er með launagreiðslur, ársreikinga o.f.l. Svo er árleg gjöld sem fyrirtæki þurfa að borga sem ég hreinlega veit ekki alveg hvað gera en það er einhver 15 þúsund kjall á hverju ári sem fer í útvarpsgjöld og eitthvað annað álíka. Svo farið þið að flytja alla kostnaðarliði yfir á fyrirtækið, hýsingu á vefsíðunni, leigu á skrifstofu og ýmislegt fleira sem manni finnst bara sjálfsagt að fyrirtækið eigi að borga. Það er því mikilvægt að það sé einhver peningur til inn í fyrirtækinu svo þið farið ekki á hausinn áður en þið hefið fengið fyrstu tekjurnar ykkar.
En burt séð frá þeim rökum þá er erfiður og dýr ferill sem fylgir því að láta meta tæki og búnað til að setja inn í fyrirtæki og þið þurfið líklega að ráða löggildan endurskoðenda til að sjá um slíkt fyrir ykkur. Síðast þegar ég spurði endurskoðendann minn hvað slíkt myndi kosta mig þá sagði hann um 200 þúsund, sem er aðeins of dýrt fyrir það sem þið eruð að reyna gera.
2. En ef það er ekki hægt að láta meta tækin inn sem hlutafé get ég þá ekki bara tekið peningin út með því að láta fyrirtækið kaupa af mér tölvuna mína eða bílinn eftir að ég stofna það?
Það er eitthvað sem tæknilega séð er hægt að gera en ég myndi þó ræða við endurskoðendann minn áður en ég færi að leggja út í slík viðskipti. En aftur vill ég benda á að 500þús er ekki mikill peningur þegar það kemur að fyrirtækjarekstri og því spurning hvort þið leyfið honum ekki bara að vera í fyrirtækinu, sérstaklega ef þið hafið trú á því sem þið eruð að gera.
3. Hvað kostar að stofna fyrirtæki?
Það eitt að sækja um stofnun einkahlutafélags kostar kr.130.500- (sjá gjaldskrá rsk) við það bætist svo kostnaður við að ráða endurskoðenda til að fylla út alla nauðsynlega pappíra fyrir ykkur. Ef þið hafið stofnað fyrirtæki áður þá eigið þið líklega alla pappírana til og getið hugsanlega stofnað það sjálfir, stundum er þó gott að fá fagmann til að sjá um það sérstaklega ef þið eruð margir í hóp og viljið útbúa gott hluthafasamkomulag til að tryggja rétt ykkar allra. Ég hef ekki ráðið endurskoðenda/lögfræðing til að setja upp pappírana fyrir mig í nokkur ár og veit því ekki alveg hvað það myndi kosta en gæti þó áætlað að það væri á bilinu 40-80þús fyrir utan hluthafasamkomulagið. En þið getið notað hlutaféð til að borga þennan kostnað, sem þýðir að þið verðið í raun bara með 300 þúsund í hlutafé eftir að hafa borgað fyrir þetta og því ennþá minni ástæða til að taka þann pening út úr fyrirtækinu.
4. Hvað kostar að reka einkahlutafélag í hverjum mánuði?
Það er náttúrulegu mjög breytilegt hvað hvert og eitt fyrirtæki þarf að borga en almennt séð þurfið þið að borga einhver útvarpsgjöld sem eru 15 þúsund á ári svo þurfið þið að borga einhverjum til að sjá um bókhaldsmál fyrir ykkur. Hagsýn er öflugt bókhaldsfyrirtæki sem sér um allt mitt bókhald og ég greiði þeim bara fast mánaðarlegt gjald til að sjá um öll vsk-skil, ársreikinga og allt það sem viðkemur þessu. Það hentar mér mjög vel þar sem ég hef sjálfur ekki mikinn áhuga á að sjá um bókhaldið. Kostnaður við slíka þjónustu er mjög breytilegur eftir fyrirtækjum, ég gæti trúað að það væri á bilinu 30-50þús á mánuði fyrir lítil fyrirtæki með öllu innföldu, en ég mæli bara með að þið bjallið í Svövu og Brynhildi hjá Hagsýn í síma 571-0090 til að fá frekari upplýsingar. En við þetta allt bætist svo allskonar kostnaður sem byrjar mjög fljótt að týnast til svo þið skulið alveg búast við því að þið þurfið að borga einhverja tíuþúsund kjalla í hverjum mánuði eftir að þið eruð búin að stofna fyrirtækið. Ég ætla þó ekki að reyna gefa neina fasta tölu hér þar sem það er ómögulegt.
Að lokum
Ég hef í fyrri greinum mínum um stofnun ehf. predikað mikið að ég það eigi að bíða með að stofna fyrirtækið þangað til að þróun viðskiptahugmyndarinnar er kominn á það stig að hún sé byrjuð að skila inn tekjum. Það er dýrt og kostnaðarsamt að stofna og reka fyrirtæki og því skuluð þið fara varlega út í það.