• Blog
  • About me
Haukur GudjonssonHaukur Gudjonsson
Haukur GudjonssonHaukur Gudjonsson
  • Blog
  • About me

Kaupa/selja kennitölu

January 18, 2011 Posted by Haukur

Það er nokkuð dýrt að stofna nýja kennitölu og margir hafa því frekar kosið að kaup notaða fyrirtækjakennitölu. Kostirnir við þetta eru nokkrir en á sama tíma er ýmislegt sem ber að varast.

Kostir

  • Ódýrari startkostnaður
  • Þarf ekki að leggja fram hlutafé
  • Í sumum tilfellum uppsafnað tap í bókhaldi (lækkar tekjuskatt)
  • Ákveðin virðuleiki að vera með eldri kennitölu

En það er nauðsynlegt að þekkja sögu kennitölunnar vel og fullvissa sig um að engar skuldir hvíli á því. Best er að fá að sjá ársreikninga og bókhald fyrirtækisins til að staðfesta sjálfur að ekkert sé vafasamt við kennitöluna.

Almennt gangverð á fyrirtækjakennitölum er mjög breytilegt en mín reynsla er sú að þær seljist yfirleitt á bilinu 50-130 þús og eru þá allskonar hlutir sem hafa áhrif á verðið.

Ferillinn

Það getur verið gott að skrá fyrirtækjakennitölu af vsk-skilaskrá, láta loka bankareikning og vera með allt bókhald á hreinu áður en kennitalan er seld. Fyrsta skrefið er að setja upp kaupsamning sem tilgreinir kaupanda, seljanda, kennitölu og þá skilmála sem þeir hafa sett fyrir þessum viðskiptum. Því miður hef ég ekki fundið neitt staðlað skjal fyrir slíkan kaupsamning og því gott að reyna nálgast það hjá einhverjum sem hefur gert slík kaup áður eða að leita til lögfræðings. Svo þarf að fylla út eftirfarandi pappíra og skila til fyrirtækjaskrár.

RSK 17.42 – Tilkynning um breytingu á stjórn

RSK 17.43 – Tilkynning um breytingu á framkvæmdastjórn og prókúru ehf./hf.

Einnig mælum við með að kaupandi breyti nafni og tilgangi fyrirtækis til að aðlaga það að þeirri starfsemi sem hann ætlar að vera með.

RSK 17.41 – Tilkynning um breytingu á nafni ehf/hf.

RSK 17.47 – Tilkynning um breyttan tilgang/starfsemi ehf/hf.

Í raun er þetta ekki mjög flókin ferill en það er nauðsynlegt að búið sé að ganga frá öllum lausum endum svo það komi ekki í bakið á þér, hvort sem þú ert seljandi eða kaupandi. Einnig mæli ég með því að reyna eiga viðskipti við aðila sem þú treystir.

Share
0

About Haukur

Haukur is a serial entrepreneur with over 15 years experience in founding and scaling up businesses. He actively participates in volunteer work both through teaching and mentoring young entrepreneurs as well as volunteering for the Icelandic Search and Rescue Team.

Contact Us

Send us an email and we'll get back to you, asap.

Send Message

© 2025 Highend

  • Privacy
  • Terms
  •  
  •  
  •