• Blog
  • About me
Haukur GudjonssonHaukur Gudjonsson
Haukur GudjonssonHaukur Gudjonsson
  • Blog
  • About me

Jólagjafir starfsmanna

December 19, 2019 Posted by Haukur

Nú eru jólin á næsta leiti og ég var aðeins að skoða hvað fyrirtæki geta gert fyrir starfsmenn sína í tilefni jólanna. Samkvæmt RSK þá eru yfirleitt öll hlunnindi skattskyld en það er þó nokkrar undantekningar eins og árshátíðir, starfsmannaferðir og jólagleði. Heildarkostnaður af þessum undantekninum má vera allt að kr.130.000- á ári per starfsmann, allt umfram það er skattskylt. En það þýðir það að hægt er að gera ansi mikið fyrir starfsmenn sína á ári hverju. Hérna er tilvitnun í vefsíðu RSK:

“Ekki skal telja til tekna hlunnindi og fríðindi sem felast í ýmsum viðurgjörningi við starfsmenn og t.d. árshátíð, starfsmannaferðum, jólagleði og sambærilegum samkomum og viðburðum, enda sé að jafnaði um að ræða viðburði sem standi öllum starfsmönnum launagreiðandans til boða og árlegur kostnaður af þeim nemi ekki hærri fjárhæð en 130.000 kr. á hvern starfsmann. Hlunnindi og fríðindi af umræddum toga umfram 130.000 kr. skulu teljast starfsmanni til tekna, hvernig sem fyrirkomulagi á greiðslum launagreiðanda er háttað.”

Frekari upplýsingar um þetta má lesa inn á Skattmat RSK: https://www.rsk.is/einstaklingar/tekjur-og-fradraettir/skattmat/

Ég er engin sérfræðingur í skattamálum en ég get ekki betur séð en þarna sé tilvalið tækifæri til að gera eitthvað gott fyrir starfsfólkið og frumkvöðulinn í tilefni hátíðanna. Þarna væri t.d. hægt að bjóða öllum út í jólahlaðborð og þótt svo það sé ekki beint nefnt þá hljóta jólagjafir að vera partur af jólagleðinni og því ekki úr vegi að gefa einhverja smá gjöf með.

Hvað ætlið þið að gera fyrir ykkar starfsfólk þetta árið? 🙂

Share
7

About Haukur

Haukur is a serial entrepreneur with over 15 years experience in founding and scaling up businesses. He actively participates in volunteer work both through teaching and mentoring young entrepreneurs as well as volunteering for the Icelandic Search and Rescue Team.

Contact Us

Send us an email and we'll get back to you, asap.

Send Message

© 2025 Highend

  • Privacy
  • Terms
  •  
  •  
  •