• Blog
  • About me
Haukur GudjonssonHaukur Gudjonsson
Haukur GudjonssonHaukur Gudjonsson
  • Blog
  • About me

Hvernig hélt ég geðheilsu í Covid-19?

June 15, 2020 Posted by Haukur

Það er aukið álag að þurfa að vinna heima og sérstaklega þegar maður er með börn. Í kófinu vorum við hjónin bæði að vinna heima og ég fann fljótt að ég þurfti mjög nauðsynlega að hafa sterka rútínu.

Ég gerði mjög fastmótaða áætlun á hverjum degi frá 9-17 og hélt mig við hana.

Ég „mætti í vinnuna” og byrjaði daginn alltaf á markmiðasetningu. Hvað vildi ég klára í dag og hvað þurfti ég að gera í mínum verkefnum til að fá tilfinninguna um að dagsverki væri lokið. Þó að maður sé að sinna stórum verkefnum er mjög mikilvægt að brjóta þau niður til að geta merkt sem lokið á hverjum einasta degi.

Ég tók mér alltaf klukkutíma í hreyfingu í hádeginu. Líkamsrækt og áreynsla á miðjum vinnudegi hjálpar mér að fókusera betur á eftir. Ég uppgötva oft lausnir um leið og ég hætti að hugsa um vandamálið því ég er of upptekinn að halda jógapósunni.

Að fara út úr húsi á kvöldin sem gat bara verið stuttur göngutúr gaf mér betri svefn. Maður sefur betur þegar maður hressir sig við áður en maður fer í bólið og góður svefn skiptir öllu máli.

Þessir föstu punktar hafa haldið mér réttu megin í hausnum og ég er þakklátur fyrir að hafa möguleikann á að passa upp á sjálfan mig í þessu ástandi.

Share
3

About Haukur

Haukur is a serial entrepreneur with over 15 years experience in founding and scaling up businesses. He actively participates in volunteer work both through teaching and mentoring young entrepreneurs as well as volunteering for the Icelandic Search and Rescue Team.

Contact Us

Send us an email and we'll get back to you, asap.

Send Message

© 2025 Highend

  • Privacy
  • Terms
  •  
  •  
  •