• Blog
  • About me
Haukur GudjonssonHaukur Gudjonsson
Haukur GudjonssonHaukur Gudjonsson
  • Blog
  • About me

Húmorinn við heimavinnu

June 11, 2021 Posted by Haukur

Þegar Covid-19 byrjaði í mars á síðasta ári byrjaði ég að vinna heima eins og svo margir aðrir og hef verið að gera það alveg síðan þá. Nú þegar farið er að sjá fyrir endalokin á þessu langaði mér til að taka saman nokkra skondna hluti sem ég upplifði við það að vinna heima alla daga.

En áður en ég byrja á listanum verð ég bara að deila þessu myndbandi hér að ofan sem ég tók upp í síðustu viku þegar sonur minn kemur inn í miðri upptöku til að færa mér blóm 🙂 Svona skemmtileg augnablik gerast ekki á skrifstofum út í bæ.

9 skondnir hlutir sem ég upplifði í heimavinnunni.

  1. Nokkrum sinnum fór ég bara í skyrtu við jogging buxurnar þegar ég var að mæta á fundi.
  2. Ég átti stundum erfitt með að muna hvaða dagur var.
  3. Fagmennskan hvarf algjörlega þegar ég var að halda fyrirlestur og það tók mig 10 mínútur til að fá hljóðið í Zoom til að virka.
  4. Ég var farinn að læðast heldur oft í sætindi og kaffi þegar eldhúsið var í næsta herbergi.
  5. Framleiðni mín þegar ég var með tvö ung börn á heimilinu var heldur lítil (eða engin).
  6. Það var stundum freistandi að horfa á Netflix á meðan ég vann.
  7. Öll fyrirtækin sem sögðu að það væri ekki hægt að vinna í gegnum fjarvinnu voru allt í einu farinn að vinna allt í gegnum fjarvinnu.
  8. Ég fann aldrei þessa auka klukkustund sem sparaðist við að þurfa ekki að koma mér í og úr vinnu.
  9. Þurfti nokkrum sinnum að byrja upp á nýtt á upptöku eða biðjasta afsökunar á fundum þegar börnin poppuðu inn í mynd.

Share
2

About Haukur

Haukur is a serial entrepreneur with over 15 years experience in founding and scaling up businesses. He actively participates in volunteer work both through teaching and mentoring young entrepreneurs as well as volunteering for the Icelandic Search and Rescue Team.

Contact Us

Send us an email and we'll get back to you, asap.

Send Message

© 2025 Highend

  • Privacy
  • Terms
  •  
  •  
  •