• Blog
  • About me
Haukur GudjonssonHaukur Gudjonsson
Haukur GudjonssonHaukur Gudjonsson
  • Blog
  • About me

Algengar spurningar varðandi vefverslanir og innflutning

October 28, 2019 Posted by Haukur

Eins og þið hafið kannski tekið eftir þá hef ég verið að birta myndbönd þar sem ég deili í rauntíma þrautum mínum við að fá umboð fyrir vöru, setja upp vefverslun og hefja innflutning. Þetta hefur leitt til þess að ég hef fengið mjög margar spurningar sendar frá fólki varðandi vefverslanir og mér datt til hugar að deila þeim með ykkur hér. Ég tek það fram að ég er engin sérfræðingur í vefverslunum og innflutning en ég er að læra þetta allt samhliða þeim ykkar sem fylgja blogginu mínu.

Spurning 1: Þarf ekki oft að leggja inn lágmarkspöntun frá framleiðendum t.d. 1.000 stk í senn?

Jú, sumir framleiðendur sérstaklega af ódýrum vörum eða þeir sem eru vanir að framleiða mikið magn munu setja fram kröfur um lágmarksfjölda/magn í pöntunum. Stundum er það bara ekki geranlegt að taka slíkt magn fyrir íslensk fyrirtæki einfaldlega útaf því að markaðurinn hér er of lítill en þá er oft hægt að sannfæra þá um að gera undantekningu á reglunni vegna smægðar markaðarins. En ef það er ekki hægt að taka minni pöntun og þú ert hræddur um að þú myndir ekki ráða við svo stóra pöntun þá myndi ég einfaldlega sleppa því, gætir reynt að finna annan framleiðenda sem er með lægri lágmarksfjölda eða er tilbúinn að koma til móts við þig en ekki taka inn svo stóra pöntun að þú efist um að þú getir selt hana.

Spurning 2: Hversu mikla álagninu eru fyrirtæki að leggja á vörurnar sem þau eru að flytja inn.

Varðandi álagningu þá mega innflytjendur í raun setja eins mikla álagninu og þeir vilja ofan á vöru en staðreyndin er sú að ef þeir leggja of mikið ofan á vörurnar þá er ólíklegt að þær seljist, sérstaklega núna þegar við erum ekki bara að keppa við fyrirtæki hér heima heldur út um allan heim þar sem það er orðið svo auðvelt að kaupa á netinu. Oft er það þannig að því ódýrari sem hluturinn er því meiri álagningu er sett á hann og öfugt. Það er ekkert heilagt varðandi álagningu en miðað við þá sem ég hef talað við sem eru í innflutning þá eru dýrari hlutir (50þús+) oft með 20-50% álagninu en ódýrari hlutir með 20%-300% álagningu, fer eftir svo rosalega miklu. Til dæmis með þær vörur sem ég er sjálfur að skoða að flytja inn þá fæ ég fastan afslátt frá framleiðanda og ég læt mína álagningu vera þá sömu og afslátinn sem ég fæ, þannig get ég boðið vöruna á svipuðu verði og íslendingar myndu fá hana ef þeir pöntuðu hana erlendis frá. Þannig get ég verið samkeppnishæfur ekki bara við aðra íslendinga heldur við sömu vöruna á alþjóðlegum vefverslunum.

Spurning 3: Hvernig get ég reiknað út hversu mikið ég þarf að greiða í tolla og innflutningsgjöld?

Það er fín reiknivél inn á tollur.is (https://www.tollur.is/einstaklingar/tollamal/reiknivel/), þar seturðu bara inn hverskonar vöru þú ert að flytja inn og hún reiknar út kostnaðinn.

Spurning 4: Hvernig reikna ég út sendingarkostnaðinn og hvernig reikna ég út hvaða áhrif hann mun hafa á einstaka vörur?

Sendingarkostnaður er rosalega breytilegur eftir því hvaðan þú ert að fá vöruna senda, hversu stór sendingin er og með hvaða hætti hún er send. Ég mæli alltaf með að reyna fá aðilann sem þið eruð að kaupa af til að aðstoða ykkur með þetta, hann getur heyrt í póstfyrirtækinu sem hann starfar með og fengið uppgefin verði í nokkur stykki, kassa, bretti, mörg bretti o.s.frv. og út frá því getur þú svo séð hvort það borgi sig kannski að taka heilt bretti frekar en kassa því það væri kannski bara svo miklu ódýrar í sendingarkostnað. En það er engin ein regla í þessu og þið verðið bara að leggjast yfir þetta og finna bestu lausnina í ykkar tilfelli.

En varðandi hversu mikil áhrif sendingarkostnaðurinn hefur á einstak vörur þá er það alveg undir þér komið, sumir kjósa að reyna deila kostnaðinum af sendingunni niður á hverja og eina vöru svo að það hafi ekki áhrif á álagninguna eða til að hjálpa þeim að reikna hlutina betur út. Aðrir líta bara á sendingarkostnað sem fastan kostnað sem fyrirtækið þarf að bera til að geta stundað viðskipti og tengir það því ekki beint við hverja og eina vöru. Ég er núna að taka inn mína fyrstu stóru sendinguna og í þessu tilfelli þá reikna ég bara með föstu 10% kostnaði (heildar sendingarkostnaður/heildar upphæð) ofan á hverja og eina vöru, svo þegar sendingin verður komin í hús mun ég loksins geta áttað mig á hversu góð þessi kostnaðaráætlun er og líklega mun ég endurskoða hana í næstu pöntun en mér finnst þetta fín leið til að byrja.

Spurning 5: Framleiðandi selur einungis í USA og sendir því ekki til Evrópu?

Ef þeir eru bara að selja vöruna í USA og vilja ekki senda hana alþjóðlega þá gæti það verið ástæða til að leita tli annara framleliðenda en það er möguleikinn að fá þjónustur svipaðar og shopusa sem geta tekið við pöntunum og sent þær til Íslands en þá ertu að borga fullan söluskatt(VAT) úti og meiri flutningskostnað. Í flestum tilfellum þegar þú ert að kaupa vörur erlendis frá þá sleppurðu við að greiða VAT þar og greiðir bara VSK hér heima en ef þú ferð hina leiðinia veðrurðu að greiða VAT og VSK.

Ef þið hafið frekari spurningar þá endilega deilið þeim með okkur og við sjáum hvort við getum ekki fundið svör við þeim í sameiningu.

Share
9

About Haukur

Haukur is a serial entrepreneur with over 15 years experience in founding and scaling up businesses. He actively participates in volunteer work both through teaching and mentoring young entrepreneurs as well as volunteering for the Icelandic Search and Rescue Team.

Contact Us

Send us an email and we'll get back to you, asap.

Send Message

© 2025 Highend

  • Privacy
  • Terms
  •  
  •  
  •