• Blog
  • About me
Haukur GudjonssonHaukur Gudjonsson
Haukur GudjonssonHaukur Gudjonsson
  • Blog
  • About me

Að stofna ehf.

June 1, 2010 Posted by Haukur

Jæja, er þá komið að því að þú ætlar að stofna einkahlutafélag (ehf.)?


Hinkraðu við!

Áður en þú ferð í það að fylla út pappírana er ágætt að staldra aðeins við og velta því fyir sér hvort það sé komin tími til þess. Almennt séð er engin þörf til að stofna einkahlutafélag fyrr en tekjurnar byrja að koma inn og ef þú sérð ekki fram á að fá inn tekjur á næstu vikum eða mánuðum þá gæti hugsanlega verið alveg eins gott að bíða aðeins með það. Það kostar pening að stofna einkahlutafélag og svo fer tími í það að halda utan um kennitöluna. Því mæli ég yfirleitt með því að fólk reyni að seinka því eins mikið og það geti en það eru þó undantekningar. Í sumum tilfellum viltu fara strax í það að sækja um styrki, skrá vörumerki, sækja um einkaleyfi og sitthvað fleira þar sem þú þarft á kennitölu að halda til að geta hafið störf.


Þú eða endurskoðandi?

Það er nóg af skemmtilegum pappírum sem þú þarft að fylla út til að sækja um að stofna einkahlutafélag. Við fyrstu sýn gætu þetta verið frekar fráhrindandi pappírar þar sem þeir geta verið heldur ruglingslegir, sérstaklega fyrir þann sem hefur aldrei fyllt þá út áður. Það er ekkert óyfirstíganlegt verk að fylla þá út sjálfur og ég mæli með því að þið reynið það allavegana áður en þið leitið til sérfræðinga þó það væri nú ekki nema bara til að hjálpa ykkur að skilja hvað endurskoðandinn kemur til með að tala um. Ef þið eruð að stofna ykkar fyrsta fyrirtæki gæti þó verið mjög sniðugt fyrir ykkur að annað hvort fá einhvern til að aðstoða ykkur sem hefur fyllt slíka pappíra út áður eða að leita til sérfræðinga og þá helst til endurskoðenda/bókara. Ef margir stofnendur eru af fyrirtækinu gæti það einnig verið frekari hvatning til að leita til fagmanns þar sem hann myndi geta farið með ykkur öllum í gegnum ferilinn til að minnka misskilning og tryggja gott upphaf af samstarfinu.

Hafa í huga!

  • Gott er að hafa alla hluti varðandi hlutverk stofnenda og eignarhluta þeirra á hreinu áður en farið er í að stofna fyrirtækið.
  • Hluthafasamkomulag er ekki hluti af þeim skjölum sem þú þarft að fylla út til að stofna fyrirtæki en það getur verið mjög öflugt í að tryggja gott samstarf milli stofnenda. Skjalið tilgreinir m.a. hvað skuli vera gert ef stofnendum gengur illa að starfa saman og vilja slíta samstarfi.
  • Þið verðið að hafa að lágmarki kr.500.000- í pening tilbúna til að leggja inn fyrirtækið um leið og þið fáið kennitöluna.
  • Það kostar ca.140.00- að stofna kennitölu, hægt er að nota hlutaféð til að greiða þessa upphæð.
  • Kostnaður við endurskoðenda er mjög breytilegur.
Share
2

About Haukur

Haukur is a serial entrepreneur with over 15 years experience in founding and scaling up businesses. He actively participates in volunteer work both through teaching and mentoring young entrepreneurs as well as volunteering for the Icelandic Search and Rescue Team.

Contact Us

Send us an email and we'll get back to you, asap.

Send Message

© 2025 Highend

  • Privacy
  • Terms
  •  
  •  
  •