• Blog
  • About me
Haukur GudjonssonHaukur Gudjonsson
Haukur GudjonssonHaukur Gudjonsson
  • Blog
  • About me

8 góð ráð fyrir fyrirtækjavefsíður

May 7, 2011 Posted by Haukur

Það verður sífellt mikilvægara fyrir fyrirtæki að vera sjáanlega á netinu en það getur þó verið mjög dýrt ef maður veit ekki hvað maður er að gera. Það að ráða til sín forritara til að sjá um að setja upp vefsíðu getur verið mjög dýrt sérstaklega fyrir lítið fyrirtæki sem er að taka sín fyrstu skref. Auk þess sem það er ekkert sem ábyrgist það að þið verðið sátt með útkomuna.

Hérna eru nokkur góð ráð fyrir alla þá sem eru að íhuga að setja upp fyrirtækjavefsíðu.

1. Ef þú veist ekki hvert þú ert að fara hvernig veistu þá hvenær þú ert komin þangað?

Vertu viss um að þú vitir hvað þú vilt fá út úr vefsíðunni, hvaða tilgangi á hún að þjóna fyrir fyrirtækið. Á hún að vera almenn kynning á fyrirtækinu þar sem hún er hugsuð til að fræða fólk um fyrirtækið? Á hún að reyna sannfæra fólk um að koma í verslunina eða á veitingastaðinn þinn? Viltu reyna selja vörurnar þínar í gegnum hana? það eru hundruði mismunandi tilgangar með vefsíðum og áður en þú gerir nokkuð annað skaltu átta þig á því hvað þín vefsíða á að gera. Ef þú hefur enga hugmynd um það þá getur verið gott ráð að bjóða einhverjum með reynslu af því að setja upp vefsíðu í kaffibolla og sjá hvort hann geti gefið þér einhver góð ráð.

2. Hvernig á hún að líta út?

Eyddu nokkrum dögum á netinu og reyndu að átta þig á því hvaða vefsíður þér líkar vel við og hvaða vefsíðum þú myndir vilja að þín vefsíða myndi líkjast. Þegar það kemur að því að setja upp vefsíðu, hvort sem þú setur hana sjálf(ur) upp eða ræður forritara til þess, þá flýtir það afskaplega mikið fyrir ef þú ert með skýrmótaðar hugmyndir um hvernig síðan eigi að líta út. Ef þú getur svo einnig bent á nokkrar síður á netinu og sagt “svona vil ég fá þetta” og “svona vil ég ekki hafa þetta” þá ertu í góðum málum.

3. Hvaða virkni þarf að vera á vefsíðunni?

Eru einhverjir sérstakir “fítusar” sem vefsíðar þarf að geta framkvæmt? Þetta er eitthvað sem tengist mjög tilgangi vefsíðunar en kafar þó aðeins dýpra ofan í hvernig hugsanlegur notandi á að nota vefsíðuna. Dæmi um fítusa:

  • Fréttasvæði á vefsíðunni: Ef þú ætlar að vera með fréttasvæði á vefsíðunni þá þarftu að uppfæra hana í hverri viku eða að minnsta kosti hverjum mánuði annars virkar vefsíðan öll sem eitthvað sem er ekki hugsað um og notendur treysta ekki jafn vel efninu á henni. Það að uppfæra eitthvað í hverri viku er mjög mikil vina og verið búin að hugsa þetta vel út.
  • Contact form: Viljið þið hafa svona innfylliform þar sem notendur geta skrifað skilaboð til ykkar? Þetta er einn af þessum hlutum sem ég hef aldrei verið hrifin af, afhverju ekki bara að skrá tölvupóstinn ykkar einhverstaðar og spara ykkur 1-2 tíma af forritunarvinnu?
  • Annað sem gæti flokkast sem fítusar: myndagallerý, spjallsvæði, tengingar við facebook og twitter, like-takkar, eiga lesendur að geta skrifa athugasemdir við greinar o.s.frv.

Mín skoðun er sú að þið eigið að reyna að fjarlæga alla fítusa nema þá sem eru nausynlegir fyrir tilgang vefsíðunar. Minna er betra og ef þið ráðið forritara þá er minna einnig ódýrara.

5. Geturðu gert þetta sjálf(ur)?

Oftar en ekki er ég að sjá fólk eyða allt frá 50þús upp í 500þús fyrir vefsíðu sem það með smá útsjónasemi hefði getað sett upp sjálf. Kannski hefði hún ekki orðið alveg jafn flott en hún hefði líklega virkað alveg jafn vel og þegar maður er að fara af stað með nýtt fyrirtæki þá telur hver einasta króna. Lítu nú yfir þá hluti sem við erum nú þegar búin að fara í gegnum hér að ofan og veltu fyrir þér hversu flókin vefsíðan er í raun og veru. Ef þetta er bara texti og nokkrar myndir sem eiga að koma fram á vefsíðunni þá geturðu líklega búið þetta til sjálf(ur). Aftur á móti ef þú sért enga leið fram hjá því að vera með alskonar auka fítusa sem gera síðuna mun flóknari þá skaltu líklega leita til forritara en mundu bara að þegar þú hittir forritarann að nefna við hann allt það sem þú gerðir í atriðum 1-4 hér að ofan. Það getur líka verið gott að fá tilboð frá fleir en einum og jafnvel fleiri en tveimur. Mín reynsla af forriturum að yfirleitt eru sjálfstætt starfandi forritarar betri kostur en hugbúnaðarfyrirtækin vegna þess að þeir gefa sér meiri tíma með þér og svara í símann þegar maður þarf að ná í þá.

6. Að búa til vefsíðu.

Jæja ég held að ég nái nú ekki að fylgja ykkur alveg í gegnum ferilinn við að búa til vefsíðu hér í þessari grein en ég ætla benda ykkuar á hver næstu skref væru fyrir ykkur. Ef þið hafi ákveðið að búa til ykkar vefsíðu þá eru nokkrar auðveldar og þægilegar leiðir til þess og flestar þessara leiða byggjast á því að notast við eitthvað af bloggkerfunum sem eru í boði. Blogg er í raun bara vefsíða þar sem mjög auðvelt er að setja inn texta og myndir. Það að breyta útlitinu til að það líkist raunverulegri fyrirtækjavefsíðu er yfirleitt mjög einfalt.

Ég myndir mæla með einu af þessum bloggkerfum til að byrja með:

WordPress: Þetta er stærsta og vinsælasta bloggkerfið og er notað af milljónum manna út um allan heim. Þetta er kerfið sem ég nota til að halda utan um Frumkvöðlar.is. Kerfið er með þúsundir tilbúna útlita sem þú getur valið um einnig geturðu alltaf seinna meir ráðið til þín forritara til að aðlaga útlitið fullkomlega að því sem þú vilt en áfram notast við þetta þægilega kerfi.

Tumblr: Mjög einfalt og þægilegt kerfi, hentar sérstaklega vel ef maður vill geta sent in margar og litlar færslur. Ég er tiltæmis með forrit í iPhone simanum mínum tengt við þetta svo ég get sent inn texta, tilvitnanir, myndir eða jafnvegl vidjóa á aðeins nokkrum sekúndum. Er aðeins erfiðara að aðlaga útlitið á kerfin og því kannski ekki alveg jafn gott fyrir alla aðila.

7. Vefverslunarkerfi

Ef þið viljið selja vörurnar ykkar í gegnum vefsíðuna þá getur það oft verið mjög dýrt og tímafrekt að setja upp vefverslunarkerfi á vefsíðuna og á sama tíma vitið þið vitið ekkert hvort þið eigið eftir að selja eitthvað í gegnum kerfið. Ég myndi því mæla með að þið mynduð lágmarka áhættu ykkar með því að notast við tilbúið vefverslunarkerfi. Það eru allskonar vefverslunarkerfi þarna úti og mörg þeirra eru sérhæfð fyrir ákveðna iðnaði, það getur því verið gott að eyða smá tíma til að leita og sjá hvað þið finnið. Svo er líka til kerfi sem eru sérstaklega gerð fyrir íslenskan markað eins og t.d. Zolon.is en það er þægilegt og gott kerfi þar sem þið greiðið bara mánaðargjald.

8. Efni umfram allt.

Útlit vefsíðunar skiptir litlu máli ef það er ekki gott efni inn á vefsíðunni. Ég myndi því mæla með að þið mynduð leggja meiri áherslu á að skrifa góðar greinar og texta inn á vefsíðun heldur en þið eruð að leggja í útlit hennar. Ef þið getið búið til virði fyrir notandann þá kemur hann aftur á vefsíðuna eða jafnvel kíkjir við í versluninni ykkar.

Share
0

About Haukur

Haukur is a serial entrepreneur with over 15 years experience in founding and scaling up businesses. He actively participates in volunteer work both through teaching and mentoring young entrepreneurs as well as volunteering for the Icelandic Search and Rescue Team.

Contact Us

Send us an email and we'll get back to you, asap.

Send Message

© 2025 Highend

  • Privacy
  • Terms
  •  
  •  
  •