Ég skrifaði fyrir nokkru síðan grein um Topp 10 mistök í fyrirtækjarekstri og augljóst var að ég hitti þar á efni sem margir voru áhugasamir um enda fékk ég mjög góð viðbrögð við þeirri grein. Í framhaldi birtist grein á mbl.is, auk þess sem ég hélt fyrirlestur upp í Ásbrú frumkvöðlasetri, fór í útvarpsviðtal í Morgunútvarpinu á Rás 2 og svo síðast var ég beðin um að halda fyrirlestur upp í Klak nýsköpunarmiðstöð. Síðasti viðburðurinn var tekin upp á vidjó og því datt mér til hugar að deila honum með ykkur hér, á eftir mínum fyrirlestri kom hún Rúna Magnúsdóttir hjá BRANDit til að ræða um mikilvægi þess fyrir frumkvöðla að byggja sér upp ímynd. Rúna kemur með marga góða punkta sem við getum öll nýtt okkur til að ná betri árangri.
© 2025 Highend