
Ég þarf nú að fara kaupa mér nýjan bíl og ein hugmynd sem ég fékk var það að láta fyrirtækið kaupa hann fyrir mig. Og þar sem ég reyni nú yfirleitt að deila öllu því sem ég tek mér fyrir hendur í rekstrinum með lesendum frumkvodlar.is þá ákvað ég að hafa þetta enga undantekningu.
Athugið að ég mæli ekki með að þið skoðið slíkt á byrjunarstigi rekstursins en þetta er þó engu að síður eitthvað sem þið getið skoðað þegar þið eruð komin með stöðugan rekstur sem greiðir ykkur regluleg laun.
Bifreiðahlunnindi
Helsta fyrirstaðan í þessari ákvörðun eru skattar sem þið þurfið að greiða ykkur af áætluðum bifreiðahlunnindum. Almennt séð þarf að skrá allt það sem gæti kallast fríðindi eða hlunnindi sem laun og greiða skatt af því. Það er svo undir ríkisskattstjóra komið að meta þessi hlunnindi til verðs svo þau geti verið skattlög. Verðlagningu Ríkisskattstjóra á bifreiðahlunnindum fyrir 2014 má finna hér: https://www.rsk.is/media/baeklingar/rsk_0603_2014.is.pdf.
Hver er kostnaðurinn?
Segjum svo sem að ég ákveði að kaupa mér Toyota Rav4 GX jeppling, bæklingurinn segjir mér að grunnverðmatið á slíkum bíl sé 6.490.000 og bifreiðahlunnindin fara svo eftir því hversu gamall hann er. Ef hann er 2012-1014 árgerð þá eru hlunnindin 26% af uppgefinni upphæð, 2009-2011 árgerð er 21% og 2008 eða eldri er 18%. Kostnaðurinn til skattsins í hverjum mánuði við það eitt að láta fyrirtækið eiga slíkan bíl er því reiknaður með eftirfarandi hætti; Bifreiðahlunnindi per mánuð = Verðmat bifreiðar samkvæmt ríkisskattstjóra * prósent hlunninda / 12 mánuðum * 40% skattur. Útreikningarnir fyrir Toyotuna myndu líta svona út:

Þetta þýðir að ef ég kaupi t.d. 2008 árgerð af þessari týpu af bíl þá þarf ég að greiða kr.38.940- í skatt í hverjum mánuði.
Hver er sparnaðurinn?
Sparnaðurinn er tvískiptur, í fyrsta lagi þarft þú ekki að greiða tekjuskatt af upphæðinni sem þú notar til að greiða fyrir bílinn þ.e.a.s. ef þú tækir peninginn út úr fyrirtækinu fyrst þyrftirðu líklega að gera það í formi launa sem þýðir að þú þyrftir að borga 40-50% af upphæðinni í launatengd gjöld. Í öðru lagi getur fyrirtækið staðið kostnað af bensíni og viðgerðarkostnað á bílnum og þótt svo að vsk-urinn sé ekki endurgreiddur á slíkum kostnaði þá er hægt að draga kostnaðinn frá á móti hagnaði fyrirtækisins.
Dæmi um bílakaup
Ef þessi áðurnefndi bíll Toyota Rav4 kostar 1.5 milljónir og þú lætur fyrirtækið kaupa bílinn þá er kostnaður þinn sem eiganda fyrirtækisins nákvæmlega það 1,5 milljónir króna. En aftur á móti ef þú fyrst greiðir þér út nægan pening í formi launa til að kaupa bílinn þá myndi raunkostnaður bílsins vera 2,5 milljónir þar sem 40% af þeirri upphæð færi í skatt þ.e.a.s. það kostar fyrirtækið 2,5 milljónir að greiða þér út 1,5 milljón. Þar afleiðandi væri það 1 milljón króna dýrara fyrir þig að kaupa bílinn á þínu nafni.
Eins og nefnt var hér að ofan þá þurfum við að greiða mánaðarlegt gjald að upphæð kr.38.940- í skatt í hverjum mánuði ef við erum með bílinn á fyrirtækjakennitölunni en ef þú sem einstaklingur ert skráður fyrir bílnum þarf ekkert slíkt gjald að greiða. Segjum svo að viðgerðarkostnaður bifreiðarinnar sé kr.20.000- á mánuði og að bensínkostnaður sé kr.30.000-. Ef einstaklingur á bílinn leggst 40% kostnaður vegna launatengdra gjalda ofan á upphæðina þegar fjármunirnir er teknir úr fyrirtækinu. Heildar útreikningurinn miðað við þessar forsendur lítur svona út:

Það er því augljóst að miðað við þessar gefnu forsendur er mun hagstæðara að láta fyrirtækið kaupa bílinn heldur en að frumkvöðulinn kaupi hann á sínu eigin nafni. Upphafskostnaðurinn töluvert minni eða næstum því 1 milljón lægri og mánaðarlegur rekstrarkostnaðurinn er einungis örlítið hærri.
Það sem væri einnig hægt að taka inn í þennan reikning þótt svo ég ætli ekki að gera það í þetta sinn er það að allur rekstrarkostnaður bifreiðarinnar skráist sem kostnaður á móti tekjum fyrirtækisins sem þýðir að hagnaður fyrirtækisins lækkar um ca 1,1 milljón króna og þar af leiðandi þarf fyrirtækið að greiða lægri skatt af hagnaði sínum.
Ég tók hér sem dæmi kaup á einum tilteknum bíl en veit ekkert hvort það sama eigi við um aðrar gerðir og verðflokka af bílum. Ég mæli þó með því að þið skoðið það að láta fyrirtæki ykkar kaupa bílinn frekar en þið sjálf þar sem það lítur út fyrir að vera hagstæðari kostur.