Tveir af mikilvægustu eiginleikum sem frumkvöðull getur haft er þolinmæði og óþolinmæði. Þetta kann að hljóma sem miklar andstæður, sem þetta eru en ég held samt að þetta séu nauðsynlegir eiginleikar til að ná árangri. Þú þarft að vera nógu óþolinmóður til að vera stöðugt að vinna í fyrirtækinu og reyna ýta öllu eins hratt í gegn og mögulega hægt er. Á sama tíma þá gerist hlutir mjög hægt í fyrirtækjarekstri og því nauðsynlegt að vera með næga þolinmæði til að halda sér við efnið þegar allt virðist vera gerast nöturhægt.
Hefur þú næga þolinmæði og óþolinmæði til að ná árangri?