Nú er hafin alþjóðleg Athafnavika (e. Global Entrepreneurship Week) en hún er haldin út um allan heim dagana 12. – 19. nóvember. Viðburðurinn er hugsaður sem hvatning fyrir fólk að láta verða af hugmyndum sínum, áætlað er að 7 milljónir einstaklinga taki þátt í viðburðinum í um 130 löndum.
Í tilefni ef athafnavikunni dreifir Innovit núna athafnateygjum eða Action-band eins og það heitir á ensku. Hugmyndin á bak við teygjurnar er að fólk sem fær teyju í hendina er hvatt til að framkvæma eitthvað og skrá það inn á vefsíðuna action-band.com og afhenda svo næsta aðila teygjuna. Þannig er hægt að fylgjast með framvindu mála og sjá hversu langt teygjan berst og hversu margir láta verða af því að framkvæma eitthvað. Hvað þið framkvæmið getur bæði verið stórt og smátt en það mikilvægast er að framkvæma eitthvað.
Kristján og Diljá hjá Innovit kíktu við hérna niðrá skrifstofu hjá mér í kaffibolla og afhentu mér teygju ásamt því að gefa mér nokkrar auka teygjur til að afhenda út til öflugra aðila. Ég er ennþá með nokkrar ef þið hafið áhuga á að taka þátt.
Hér getið þið hlustað á viðtal við Kristján Freyr Kristjánsson hjá Innovit í þættinum “Í bítið” þar sem hann útskýrir þetta betur: http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=15070
Ég er alltaf spenntur fyrir öllu því sem hvetur fólk til að framkvæma og vonandi mun þetta verkefni fá fólk til að hugsa jákvætt til framkvæmda 🙂